IHANNA fæddist á Íslandi árið 2008. Stofnandinn og grafíski hönnuðurinn Ingibjörg Hanna vildi fá ákveðna vöru fyrir heimilið sitt sem vinir og fjölskylda hvöttu hana svo til að byrja að selja. Stuttu eftir stofnun fyrirtækisins skall bankakreppan á Íslandi. Það tímabil hafði sínar áskoranir en einnig jákvæðar afleiðingar, m.al að íslensk hönnun fékk raunverulega viðurkenningu í íslensku samfélagi. Saga íslenskrar hönnunar er tiltölulega stutt svo eitthvað nýtt og spennandi var að gerast. Margir nýir hönnuðir og hönnunarfyrirtæki komu fram með frábærar vörur og hugmyndir. IHANNA kynnti fyrst Krumma herðartré sem er fljúgandi fatahengi en einnig fallegur skúlptúr. Þessi hlutur varð gríðarlega vinsæll og er enn að finna á mörgum íslenskum heimilum. Árið 2016 gekk Iðunn Brynja Sveinsdóttir til liðs við fyrirtækið og fyrirtækið er rekið af Ingibjörgu og Iðunni í dag.

Vörur IHANNA einkennast af klassískri hönnun og mjúkum formum oft með óvæntum smáatriðum sem gerir fólki kleift að skapa rólegt andrúmsloft þar sem einfaldleiki og fágun mætast. Áhersla er lögð á á íslenska náttúru, arfleifð, minningar og daglegt líf. Vörur IHANNA eru framleiddar með virðingu fyrir náttúrunni og áhersla er lögð á að vinna með vönduðum og ábyrgum framleiðendum.

Fyrirtækið er staðsett í Reykjavík og var stofnað af margverðlaunuða hönnuðinum Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur. 

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir

Framkvæmdastjóri & hönnuður

Iðunn Brynja Sveinsdóttir

Sölu- og Markaðsstjóri